Um Kreddur

Við erum hópur þjóðfræðinema við Háskóla Íslands sem eigum það sameiginlegt að hafa áhuga á að koma á framfæri áhugaverðu þjóðfræðaefni.

Veftímaritið Kreddur.is er rafrænt tímarit þjóðfræðinga og þjóðfræðinema í umsjón útgáfufélags þjóðfræðinema í Háskóla Íslands. Félagið var stofnað í febrúar 2013 og aðalmarkmið þess er að kynna á aðgengilegan hátt þær minni og stærri rannsóknir sem nemar og lengra komnir hafa unnið að. Þar má til dæmis nefna greinar upp úr námskeiðsritgerðum, skýrslum, hugleiðingum eða stærri rannsóknum. Hvatinn af því að stofna félagið og tímaritssíðuna var meðal annars sú vitund okkar að margar góðar ritgerðir, hugsanir og pælingar leyndust í því sem nemendur láta frá sér í tengslum við einstök námskeið deildarinnar sem og skortur á viðeigandi vettvangi til birtingar efnis af því tagi.

Hverjum og einum þjóðfræðingi eða nema er frjálst að senda inn efni til ritstjórnar en við höfum einnig farið þess á leit við kennara að þeir hvetji nemendur til að skrifa greinar og senda til okkar, til að mynda upp úr námskeiðsritgerðum. Þetta þýðir þó ekki að við takmörkum okkur við efni sem er unnið í námskeiðum skólans en efnisval veftímaritsins er fjölbreytt og ættu allir að geta fundið sér skrifvettvang við hæfi.

Ætlun okkar er vera lifandi grundvöllur til samræðna fyrir nema sem og útskrifaða þjóðfræðinga, að hvetja hvert annað með skrifum okkar, lýsa því sem við erum að fást við og gera aðgengilegt okkur sem fræðahópi sem og almenningi.

Með bestu kveðjum
Ritstjórn og stofnendur Kreddna:

Trausti Dagsson
Arndís Hulda Auðunsdóttir
Svandís Egilsdóttir
Sigurlaug Dagsdóttir
Sóley Björk Guðmundsdóttir
Ásdís Haraldsdóttir
Finney Rakel Árnadóttir
Richard Allen
Kolbrá Hádís Höskuldsdóttir
Gerður Sif Ingvarsdóttir
Þórunn Kjartansdóttir
Ríkey Guðmundsdóttir Eydal
Fjóla María Jónsdóttir