Partur fjögur: Hvað eru þjóðfræðinemar að gera í sumar?

Kreddur

Elsa Guðný Björgvinsdóttir, meistaranemi í hagnýtri þjóðfræði

elsagudny„Í sumar vinn ég hörðum höndum að því að koma upp sýningu sem mun bera yfirskriftina Yfir hrundi askan dimm og fjallar um öskufallið sem kom í kjölfar eldgossins í Öskju 1875. Sýningin er hluti af meistaraverkefni mínu í hagnýtri þjóðfræði og verður hún opnuð á Vopnafirði 19. júlí næstkomandi.

Eldgosið í Öskju 1875 og öskufallið sem kom í kjölfar þess eru með mestu náttúruhamförum sem orðið hafa á Íslandi og áhrifa þess gætti um allt Austurland. Fjöldi fólks þurfti að flýja heimili sín í kjölfarið og margir sáu sér þann kost vænstan að flytja alla leið til Vesturheims. Á sýningunni ætla ég að beina sjónum að náttúruhamförunum sjálfum og leggja áherslu á reynslu fólksins sem þær upplifði. Markmiðið er að reyna að sýna fram á hvernig það var að upplifa náttúrhamfarir af þessari stærðargráðu á síðari hluta 19. aldar þegar hlutir eins og almannavarnir, björgunarsveitir, fjölmiðlar og fjarskiptatæki þekktust ekki og fólk stóð eitt frammi fyrir náttúruöflunum.

Ástæðan fyrir því að Vopnafjörður varð fyrir valinu er sú að öskufallið hafði mikar afleiðingar á þeim slóðum þrátt fyrir að þar félli lítil sem engin aska. Mikill fjöldi fólks flúði undan öskunni í Vopnafjörð og margir í kjölfarið til Vesturheims.

Verkefnið er styrkt af Menningarráði Austurlands og verður vonandi sett upp annars staðar í fjórðungum síðar.“