jólaköttur

Jólakötturinn

Uppruni hans, ættir og hlutverk
Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir

„Fólk vissi ekki hvaðan hann kom eða hvert hann fór.“Jóhannes úr Kötlum, Jólin koma, 25. Þannig segir í kvæði Jóhannesar úr Kötlum um jólaköttinn. Í samræmi við þau orð skáldsins hefur skepnan löngum þótt dularfull og torskilin.

Allt frá tímum Forn-Egypta, þegar byrjað var að temja köttinn sem heimilisdýr, hefur hann haft á sér dularfullan blæ í trúarbrögðum og þjóðtrú manna og verið tengdur göldrum og myrkraöflum ýmiss konar.Bell, Women of Classical Mythology. A Biographical Dictionary, 70–73, 219 –220; Jón Árnason, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri I, 337-338, 388, 610–611; Jón Gíslason, Goðafræði Grikkja og Rómverja: Forsögualdir, trúarbragðaþróun, guðir og hetjur, 130–134, 205–206; Ólafur Davíðsson, Íslenskar þjóðsögur I, 318–319, 383, II, 29–30; Piø, Den lille overtro. Håndbog om hversdagens magi, 104–105; Símon Jón Jóhannsson, Sjö, níu, þrettán. Hjátrú Íslendinga í daglega lífinu, 132. Tengsl kattarins við undirheima og myrkraverk eru eflaust tilkomin vegna náttúrulegs eðlis kattarins sem næturdýrs og meðfæddra hæfileika hans til að bjarga sér í náttmyrkri. Þessi ímynd kattarins í þjóðtrúnni hefur fylgt honum fram á þennan dag og ekki er að sjá að kristin trúarbrögð hafi náð að breyta henni.Hrefna S. Bjartmarsdóttir, Þið kannist við jólaköttinn ...“ Uppruni hans, ættir og hlutverk, 7–82.

Jólakötturinn er í samræmi við þessa ímynd, hann er óvættur sem fer á kreik í svartasta skammdeginu ár hvert og vekur ugg í brjóstum manna. Hversu gömul hún er þessi þjóðtrú um köttinn í tengslum við undirbúning jóla, er ekki vitað né hvernig hún varð til. Elsta íslenska heimildin um hann, sem þekkt er, eru ummæli Árna Sigurðssonar úr Breiðdal frá því um miðja 19. öld en þau voru ekki fest á blað fyrr en 1911.Árni Björnsson, Saga daganna, 369; Árni Sigurðsson, Í Breiðdal fyrir sextíu árum, 86. Frásögn um jólaköttinn birtist fyrst á prenti í þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1864.Árni Björnsson, Saga daganna, 368; Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II (útg. 1864), 570. Siðir sem tengjast honum eru þó mun eldri því elsta heimild, sem ég þekki, um að skömm þyki að fá ekki ný föt fyrir jól er frá því um aldamótin 1500. Þær upplýsingar koma fram í ljóði hins skoska Williams Dunbar (1460–1520) sem var hirðskáld hjá James IV Skotakonungi (ríkjandi 1488–1513).Ross, Jólaköttur, Yuillis Yald and similar expressions, 2. Mikilvægi þess að fá ný föt fyrir jólin þekkist því víðar en á Íslandi en það sem virðist séríslenskt við siðinn er hlutverk kattarins við að refsa þeim sem ekki fá ný föt.Føroysk orðabók, 555; Hrefna S. Bjartmarsdóttir,„Þið kannist við jólaköttinn…“ Uppruni hans, ættir og hlutverk, 56–82; Ross, Jólaköttur, Yuillis Yald and similar expressions, 2; Weiser-Aall, Julenissen og julegeita i Norge, 34–37.

Jólakötturinn er nefnilega einn af mörgum svipuðum jólavættum sem þekkst hafa í Evrópu á liðnum öldum og talið er að eigi sér fornar sameiginlegar rætur í heiðni.Gunnell, The Origins of Drama in Scandinavia, 93–181; Hodne, Jul i Norge, 38–41, 91–101, 139–147; Hrefna S. Bjartmarsdóttir, „Þið kannist við jólaköttinn…“ Uppruni hans, ættir og hlutverk, 56–82; Nilsson, Julen, 21-23, 31–35, 39–40; Piø, Bogen om julen. Historien om julen og dens traditioner, 196–197. Hlutverk allra er að fylgjast með jólaundirbúningi manna og sjá til þess þeir klári þau verk sem vinna þarf fyrir jólin.Árni Björnsson, Saga daganna, 368–370; Elínborg Ágústsdóttir, Bernskujólin mín, 72; Hrefna Magnúsdóttir. Munnleg heimild; Jón Árnason, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri II, 548–549; Jónas Jónasson, Íslenskir þjóðhættir, 210; MacLeod Banks, British Calendar Customs. Orkney & Shetland, 85; Weiser-Aall, Julenissen og julegeita i Norge, 26, 33–37, 41; Sjá t.d. ÞÞ 3698, ÞÞ 3705, ÞÞ 3946, ÞÞ 9142, ÞÞ 9168 og ÞÞ 9368. Ljóst er að hlutverk jólakattarins og samskonar jólavætta tengdust vinnusemi fólks í bændasamfélaginu og jólaundirbúningi. Það gefur auga leið af hverju hræða þurfti fólk og refsa þeim sem ekki fengu ný föt fyrir jólin. Í samfélagi sjálfsþurftarbúskaparins valt á öllu að fólk ynni saman að sameiginlegu markmiði og til þess að njóta jólahátíðarinnar varð að ljúka öllum verkum tímanlega, hvort sem það var að prjóna og vinna fatnað, þrífa, baka, brugga eða útbúa jólamatinn. Það var hagur húsbænda og heimilismanna að allur undirbúningur jóla gengi vel fyrir sig og ef einhverjir voru latir og töfðu verkin varð eðlilega að grípa til einhverra úrræða.-Aall, Julenissen og julegeita i Norge, 26, 34–37. Þar komu ofangreindir refsivendir, jólakötturinn og ættingjar hans, til sögunnar.

Jólakötturinn gerði víst ýmsar skammir af sér en sagt var að hann æti stundum jólaref fólksins en það er sá matur sem hverjum manni var skammtaður til jólanna hér áður.Jón Árnason, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri II, 549; Jónas Jónasson, Íslenskir þjóðhættir, 210; ÞÞ 3657. Fleiri siðir tengdust jólakettinum og einn var sá að klára skyldi allt sem byrjað var á fyrir jólin, annars varð það jólafeitt. Það þýddi að jólakötturinn tók þá allt feitmeti sem fólki var skammtað á jólum og nuddaði því í óklárað prjónlesið. Af einhverjum ástæðum, sem ekki er vitað um, virðist sem þessi siður hafi einkum þekkst á vestanverðu landinu.ÞÞ 3719, ÞÞ 3729, ÞÞ 3827, ÞÞ 3895, ÞÞ 3913 og ÞÞ 9168

Það sem er þó þekktast við kött þennan eru þau orðtök sem honum tengjast. Ef fólk stendur sig illa við jólaundirbúning er sagt að hann refsi fólki, en sagt er að sá sem enga flík fái fyrir jólin fari í jólaköttinn.Árni Björnsson, Saga daganna, 369–370; Árni Sigurðsson, Í Breiðdal fyrir sextíu árum, 86; ElínborgÁgústsdóttir, Bernskujólin mín, 72; Jóhannes úr Kötlum, Jólin koma, 28; Jón Árnasson, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri II, 549, V, 484; Jónas Jónasson, Íslenskir þjóðhættir, 210; Sjá t.d. SÁM 85/173 EF, SÁM 86/760 EF, SÁM 89/1766 EF, SÁM 89/1874 EF, SÁM 92/3130 EF, SÁM 92/3193 EF, SÁM 92/3216 EF, ÞÞ 3698, ÞÞ 3705, ÞÞ 4065, ÞÞ 4081, ÞÞ 4292, ÞÞ 8932, ÞÞ 9142, ÞÞ 9286 og ÞÞ 9368. Samkvæmt heimildamönnum þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns og Árnastofnunar merkir þetta orðtak eitthvað miður gott, t.d. að fólk fari í jólaköttinn ef það fær engar gjafir, að jólakötturinn taki fólkið, éti jólamat þess eða geri því eitthvert mein, í versta falli éti það.Sjá t.d. SÁM 89/1950 EF, SÁM 89/ 1766 EF; SÁM 89/1778 EF, SÁM 89/1874 EF, ÞÞ 3644, ÞÞ 3657, ÞÞ 3705, ÞÞ 3912, ÞÞ 3956, ÞÞ 8933, ÞÞ 8962, ÞÞ 8947, ÞÞ 9103, ÞÞ 9135, ÞÞ 9142, ÞÞ 9168, ÞÞ 9380 og ÞÞ 10626. Einnig þekkist orðtakið að sá klæði köttinn/ jólaköttinn sem ekki fær nýja flík fyrir jólin og þekkist það einkum norðanlands.Árni Björnsson, Saga daganna, 370; Jón Árnasson, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri II, 549, V, 484; Jónas Jónasson, Íslenskir þjóðhættir, 210; Sjá t.d. ÞÞ 9103 og ÞÞ 4184. Einn heimildarmaður þjóðháttadeildar þekkir það að sá fari í jólaköttinn sem síðastur fer í sparifötin á aðfangadagskvöldÞÞ 9103. og annar segir að það hafi þýtt „… að vera í sömu fötunum og áður eins og kötturinn…“.ÞÞ 4184.

Sams konar vættir og jólakötturinn hérlendis eru Grýla og jólasveinarnir synir hennar. Hlutverk þeirra hefur einkum falist í því að hafa hemil á óþekkum börnum sem trufla undirbúning foreldra fyrir jólin.Jón Árnason, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri I, 207–210, III, 283–286. Árni Björnsson, Saga daganna, 338– 341. Ekki er annað vitað en Grýla gamla gegni enn samviskusamlega þessu hlutverki sínu en eftir að jólasveinarnir okkar kynntust frásögnum af heilögum Nikulási, fyrirmynd hins vestræna nútíma jólasveins, hafa þeir orðið velviljaðir karlar og fært börnum gjafir. Þó eimir enn eftir af hrekkjóttri lund þeirra en það er a.m.k. ljóst að þeir eru löngu hættir að stunda mannát líkt og móðir þeirra Grýla er hvað þekktust fyrir.Árni Björnsson, Saga daganna, 341, 347–353.

Einn þekktasti ættingi jólakattarins á erlendri grund er hinn norræni jólahafur (jólageit) sem er að mörgu leyti eins í háttum og kötturinn, þ.e. jólavættur sem refsar þeim sem ekki fá nýja flík fyrir jólin.Árni Björnsson, Í jólaskapi, 64; Árni Björnsson, Saga daganna, 370–371; Guðmundur Ólafsson, Jólakötturinn og uppruni hans, 112–113; Holck, Merkedager og gamle skikker, 104–105; Weiser-Aall, Julenissen og julegeita i Norge, 27, 29, 33 37, 43. Um jólahafur þekkist norska orðtakið: „att gå buck“ sem er sambærilegt við fyrrnefnd orðtök um jólaköttinn. Í norskri þjóðtrú þýðir það beinlínis að klæðast gervi jólahafursins eins og tíðkast hefur í jólaleikjum á Norðurlöndum.Weiser-Aall, Julenissen og julegeita i Norge, 29, 37, 43. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, austurrísk/norski þjóðfræðingurinn Lily Weiser-Aall (1898– 1987) og Terry Gunnell prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands hafa bent á að orðtök þau sem tilheyra jólakettinum, þ.e. að fara í jólaköttinn eða klæða köttinn/jólaköttinn geti haft sambærilega merkingu og orðtökin um jólahafurinn, þ.e. í þeirri merkingu að klæða sig í gervi kattarins.Árni Björnsson, Saga daganna, 370; Gunnell, The Origin of Drama in Scandinavia, 160; Weiser-Aall, Julenissen og julegeita i Norge, 29, 37, 43. Þó ekki þekkist innlendar heimildir þess efnis er það samt síður en svo útilokað þar sem hérlendist tíðkuðust vikivakaleikir fyrr á öldum, m.a. um jólaleytið, þar sem menn klæddust í gervi ýmissa kynjadýra og vætta.Gunnell, The Origins of Drama in Scandinavia,144–160; Jón Samsonarson, Íslensk þjóðfræði: Kvæði og dansleikir I, clxix-clxxxiv; Strömbäck, Um íslenzka vikivakaleiki og uppruna þeirra, 70–80. Ef svo væri gæti jólakötturinn átt sér fornar rætur því ýmis dýragervi hafa þekkst í margskonar hátíðum og leikjum á Norðurlöndum, Bretlandseyjum og víðar í Evrópu á miðöldum.Bringeus, Årets festseder, 60–64; Gunnell, The Origins of Drama in Scandinavia, 93-181; Jón Samsonarson, Íslensk þjóðfræði: Kvæði og dansleikir I, clxix–clxxxiv; Nilsson, Julen, 50–52; Strömbäck, Um íslenzka vikivakaleiki og uppruna þeirra, 74; Piø, Bogen om julen. Historien om julen og dens traditioner, 91–93. Sænski þjóðfræðingurnn Dag Strömbäck (1900–1978) telur að þessir alþýðuleikir séu leifar af heiðnum helgisiðum og megi rekja þá allt aftur til menningar Rómaveldis.Strömbäck, Um íslenzka vikivakaleiki og uppruna þeirra, 74.

Fleiri tilgátur má nefna sem varða uppruna jólakattarins í íslenskri þjóðtrú. Árni Björnsson telur að munnmæli um jólahafurinn hafi borist hingað frá Noregi einhvern tímann á tveimur síðastliðnum öldum og haft áhrif á að til urðu sagnir um jólaköttinn. Hann segir enn fremur að þar sem geitur hafi verið fátíðar hér og óþekktar sem óvættir hafi kötturinn orðið fyrir valinu og vísar í þekktar sagnir um kattarskrímsli í þjóðtrúnni máli sínu til stuðnings.Árni Björnsson, Í jólaskapi, 64. Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur er þessu ekki sammála og telur líklegt að jólakötturinn sé mun eldri í þjóðtrú okkar Íslendinga. Hann setti fram þá tilgátu að jólakötturinn og jólahafurinn væru eins konar afkomendur púka þess sem fylgdi heilögum Nikulási í leikrænni framsetningu þess siðar sem tíðkaðist öldum saman í Evrópu. Heilagur Nikulás var m.a. verndari barna og tíðkaðist í kaþólskum sið að einhver klæddist gervi hans og kæmi á messudegi dýrlingsins, 6. desember og færði börnum gjafir. Í fylgd hans var oft hlekkjuð vera í gervi púka sem sá m.a. um að refsa þeim sem óþægir voru.Árni Björnsson, Saga daganna, 294, 371; Bringeus, Årets festseder,69; Guðmundur Ólafsson, Jólakötturinn og uppruni hans, 113.

Guðmundur fjallar um það hvernig púki þessi hafi klofnað og getið af sér mismunandi afleiddar myndir jólavætta, þ. á m. geithafurinn í Skandinavíu og köttinn á Íslandi.Guðmundur Ólafsson, Jólakötturinn og uppruni hans, 113–116. Þá má velta því fyrir sér af hverju þessi jólavættur okkar birtist í kattarmynd. Í því sambandi bendir Guðmundur á þá þjóðtrú sem þekkst hefur í Evrópu öldum saman um hamskiptahæfileika djöfulsins sem m.a. geti birst í kattarmynd og nefnir eitt hollenskt heiti djöfulsins sem er „Duivekater“ (djöfulsköttur). Hvað varðar síðan tengsl katta við jólasiði þá þekktist það meðal Hollendinga og Þjóðverja að baka brauð á jólunum sem fékk þetta sama heiti. Sá siður mun síðar hafa borist til Svíþjóðar og tengst jólasiðum þar. Guðmundur telur þ.a.l. að hinn evrópski „Duivekater“ og hinn íslenski jólaköttur séu báðir afkomendur fyrrnefnds púka Nikulásar.Guðmundur Ólafsson, Jólakötturinn og uppruni hans, 115–116. Hann álítur að Sæmundur fróði (1056–1133) hafi kynnst þessum sið, þ.e. leikrænni framsetningu Nikulásar og púkans (forvera jólakattarins) 6. desember, um það leyti sem hann er talinn hafa stundað nám í Svartaskóla og síðan flutt siðinn með sér heim. Í Sturlunga sögu er þess getið að sonarsonur Sæmundar fróða, Sæmundur Jónsson í Odda hafi haft það til siðs að halda veislur á Nikulásarmessu. Guðmundur telur að það megi rekja til þess áhuga sem sagt er að Sæmundar fróði hafi haft á heilögum Nikulási og dýrkun hansGuðmundur Ólafsson, Jólakötturinn og uppruni hans, 117–118; Sturlunga saga I, 265. en kirkjan í Odda var helguð dýrlingnum í kaþólskri tíð.Cormack, The Saints in Iceland, 134–135. Gunnell telur hins vegar ólíklegt að Sæmundur hafi flutt þennan sið með sér hingað til lands á 12. öld og segir að ekki virðist sem siðurinn hafi öðlast vinsældir í Frakklandi og Norð-vestur- Þýskalandi fyrr en á 13. öld,Gunnell, The Origin of Drama in Scandinavia, 123. þ.e. á því svæði sem talið er að Svartiskóli gæti hafa verið.Vísindavefurinn

Fleiri hugmyndir um uppruna jólakattarins má nefna en Gunnell telur að norskur framburður á þessum orðum jólageit og jólaköttur sé nógu líkur til að hafa getað valdið misskilningi þar sem geitur hafa ætíð verið fátíðar hér á landi.Gunnell, Terry. Munnleg heimild. Það má einnig benda á að jólakötturinn er ekki eina kattarskrímslið í þjóðtrú okkar. Þar koma til sögunnar skrímsli af kattarkyni sem eru skoffín, skuggabaldur, finngálkn og urðarköttur en sagt er að jólakötturinn sé af urðarkattakyni. Líkt og jólakötturinn eru þetta myrkraverur sem hættulegar eru mannfólkinu.Jón Árnason, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri I, 610–611; Sigurður Ægisson, Íslenskar kynjaskepnur, 45. Sams konar þjóðtrú þekkist á Bretlandseyjum, ekki hvað síst í keltneskri þjóðtrú, en þar finnast mörg dæmi um illvíg kattarskrímsli sem ógna lífi og limum manna.Rose, Giants, Monsters and Dragons. An Encyclopedia of Folklore, Legnend and Myth, 69 70, 76, 191, 286; O´Sullivan, Folktales of Ireland, 55–56; Ó hÓgáin, Irish Superstition, 54–55. Það sem er athyglisvert við þessar heimildir er að samkvæmt lýsingum minnir margt í fari kattarskrímslanna óneitanlega á framferði jólakattarins okkar eins og því er lýst í hugarheimum heimildamanna þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns og Árnastofnunar og í kvæði Jóhannesar úr Kötlum.Jóhannes úr Kötlum, Jólin koma, 25–28; Sjá t.d. SÁM 89/1950 EF, SÁM 89/1778 EF, ÞÞ 3730, ÞÞ 9139, ÞÞ 9380 og ÞÞ 9789. Því má vel álykta að samband geti verið þarna á milli því landnámsmenn, m.a. af keltneskum ættum, komu hingað frá Bretlandseyjum.Hermann Pálsson, Keltar á Íslandi, 47–102. Ástæðulaust er að ætla annað en að þeir hafi flutt með sér munnmæli og þjóðtrú ýmiss konar, ef til vill hugmyndir sem áhrif höfðu á þjóðtrú okkar um jólaköttinn.

Samkvæmt framangreindri umræðu er ljóst að ekki er vitað með nákvæmri vissu hvernig fæðingu jólakattarins bar að enda er sjaldgæft að slíkt sé hægt þegar um aldagamla þjóðtrú er að ræða. Engu að síður er hægt að draga ákveðnar ályktanir af heimildum. Jólakötturinn er svipaður í háttum og fjöldamargir jólavættir sem þekkst hafa á Norðurlöndum, Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu um aldir.Gunnell, The Origins of Drama in Scandinavia, 93–181; Hodne, Jul i Norge, 38–41, 91–101, 139–147; Hrefna S. Bjartmarsdóttir, „Þið kannist við jólaköttinn…“ Uppruni hans, ættir og hlutverk, 56–82; Nilsson, Julen, 21 –23, 31–35, 39–40; Piø, Bogen om julen. Historien om julen og dens traditioner, 196–197. Þar koma líka til sögunnar jólaleikir og vikivakar þar sem þekkt var, bæði hérlendis og erlendis, að menn klæddust gervum ýmissa dýra og vætta og talið að eigi sér fornar rætur aftur í heiðni.Gunnell, The Origins of Drama in Scandinavia,144–160; Jón Samsonarson, Íslensk þjóðfræði: Kvæði og dansleikir I, clxix–clxxxiv; Strömbäck, Um íslenzka vikivakaleiki og uppruna þeirra, 70– 80. Samkvæmt skoskum heimildum frá því um 1500 er ljóst að illt þótti að fá ekki ný föt fyrir jól svo sú þjóðtrú er a.m.k. 500 ára gömul.Ross, Jólaköttur, Yuillis Yald and similar expressions, 2. Því ætti að vera óhætt að draga þá ályktun að jólakötturinn eigi sér aldagamlar rætur þó ekki sé vitað um eldri heimildir um hann hérlendis en frá því um miðja 19. öld.

Þrátt fyrir það að forsendurnar fyrir hlutverki jólakattarins séu brostnar með breyttri samfélagsgerð er hann samt ekki útdauður. Nú í byrjun nýrrar aldar er kötturinn enn á sveimi því stundum sést vitnað í þennan forna fjanda m.a. í fataauglýsingum fyrir jólin.Pósturinn. Vikulegt auglýsingablað á Vesturlandi, 49. tbl., 2001. Einn heimildarmaður þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins er þeirrar skoðunar að jólaköttur nútímans birtist í gervi sölumannsins og tilbúinna þarfa þess verslunaræðis sem nú einkennir jólin og ógnar fjárhagsafkomu fólks.ÞÞ 10626. Á þann hátt má segja að jólakötturinn aðlagi sig nútímaháttum manna.

Heimildir

Árni Björnsson. Í jólaskapi. Reykjavík: Bjallan, 1983.

 

Árni Björnsson. Saga daganna. Reykjavík: Mál og menning, 1993.

 

Árni Sigurðsson. Í Breiðdal fyrir sextíu árum. Í Breiðdæla. Drög til sögu Breiðdals. Útg. Jón Helgason og Stefán Einarsson. Reykjavík: Kostnaðarmenn: nokkrir Breiðdælir, 1948, 59 – 150.

 

Bell, Robert E. (ritstj.). Women of Classical Mythology. A Biographical Dictionary. Santa Barbara California, Denver Colorado, Oxford England: ABC-CLIO, 1991.

 

Bringeus, Nils Arvid, Årets festseder. Stockholm: LTs förlag, 1976.

 

Cormack, Margaret. The Saints in Iceland. Their Veneration from the Conversion to 1400. Bruxelles: Société des Bollandistes, 1994.

 

Elínborg Ágústsdóttir frá Mávahlíð. Bernskujólin mín. Breiðfirðingur. Tímarit Breiðfirðingafélagsins, 47, 1989, 72–76.

 

Føroysk orðabók. Poulsen, Jóhan, H.W.; Simonsen, Marjun; Jacobsen, Jógvan í Lon; Johansen, Anfinnur og Hansen, Zakaris, S. (ritstj.). Tórshavn: Føroya Fróðskaparfelag og Fróðskaparsetur Føroya, 1998.

 

Guðmundur Ólafsson. Jólakötturinn og uppruni hans. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 1989, 111–120.

 

Gunnell, Terry. The Origins of Drama in Scandinavia. Woodbridge: D. S. Brewer, 1995.

 

Gunnell, Terry. Munnleg heimild 21. mars 2002.

 

Hermann Pálsson. Keltar á Íslandi. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996.

 

Hrefna Magnúsdóttir. Munnleg heimild 14. apríl 2002.

 

Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir. „Þið kannist við jólaköttinn …“ Uppruni hans, ættir og hlutverk. Óbirt BA- ritgerð í þjóðfræði við Háskóla Íslands, Félagsvísindadeild,  2002.

 

Hodne, Ørnulf. Jul i Norge. Oslo: J.W. Cappelens Forlag a-s, 2007.

 

Holck, Per. Merkedager og gamle skikker. Oslo: J.W. Cappelens Forlag a-s, 1993.

 

Jóhannes úr Kötlum. Jólin koma: Kvæði handa börnum (13. pr.). Reykjavík: Mál og menning, 1932.

 

Jón Árnason. Þjóðsögur og æfintýri II. Leipzig: Að Forlagi J.C. Hinrichs´s bókaverzlunar, 1864.

 

Jón Árnason. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, I –II, V.(Ný útgáfa). Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfu.Reykjavík: Þjóðsaga, 1956-1961.

 

Jón Gíslason. Goðafræði Grikkja og Rómverja: Forsögualdir, trúarbragðaþróun, guðir og hetjur (2. útg.). Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1975.

 

Jón Samsonarson (útg.). Íslensk þjóðfræði: Kvæði og dansleikir I. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1964.

 

Jónas Jónasson, Íslenskir þjóðhættir (3. útg.).Reyjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1961.

 

MacLeod Banks, M. British Calendar Customs. Orkney & Shetland. London: William Glaisher ltd.; Glasgow: John Wylie & Co, 1946.

 

Nilsson, Martin (útg.). Julen. Í Årets högtider. Nordisk Kultur XXII. Ritstj. Bröndum-Nielsen, Johs., Friesen, Otto; Olsen, Magnus. København: J. H. Schultz; Oslo: H. Aschehoug & Co.; Stockholm: Albert Bonniers, 1938, 14–63.

 

O´Sullivan, Sean (ritstj.). Folktales of Ireland. Chicago and London: The University of Chicago Press, 1966.

 

Ó hÓgáin, Dáithí. Irish Superstition. Dublin: Gill & Macmillan, 1995.

 

Ólafur Davíðsson. Íslenskar þjóðsögur I (3. útg.). Þorsteinn M. Jónsson bjó til prentunar.  Bjarni Vilhjálmsson sá um útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1978.

 

Piø, Iørn. Den lille overtro. Håndbog om hverdagens magi. Köbenhavn: Politikens forlag, 1973.

 

Piø, Iørn. Bogen om Julen: Historien om julen og dens traditioner. Danmark: Forlaget Sesam a/s, 1990.

 

Pósturinn. Vikulegt auglýsingablað á Vesturlandi. 49. tbl., 2001.

 

Rose, Carol. Giants, Monsters and Dragons: An Encyclopaedia of Folklore, Legend and Myth. Santa Barbara California: ABC-Clio, 2000.

 

Ross, Alan Strode Campbell. Jólaköttur, Yuillis Yald and similar expressions. Sérprentun úr Saga-Book, Vol, XII. London: Viking Society for Northern Research, 1937.

 

Sigurður Ægisson. Íslenskar kynjaskepnur. Reykjavík: JPV útgáfa, 2008.

 

Símon Jón Jóhannsson. Sjö, níu, þrettán. Hjátrú Íslendinga í daglega lífinu. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1993.

 

Strömbäck, Dag. Um íslenzka vikivakaleiki og uppruna þeirra. Fyrirlestur fluttur í Háskóla Íslands 12. júní, 1953. Skírnir: Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags, cxxvii, 1953, 70–81.

 

Sturlunga saga I. Ritstjóri Örnólfur Thorsson. Reykjavík: Svart á hvítu, 1988.

 

Weiser-Aall, Lily. Julenissen og julgeita i Norge: Småskrifter fra Norsk Etnologisk Gransking. Oslo: Norsk Folkemuseum, 1954.

Óprentuð gögn

Gunnell, Terry (2002, 21. mars). Munnleg heimild.

 

Hrefna Magnúsdóttir (2002, 14. apríl). Munnleg heimild.

 

SÁM. Segulbandasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

 

SÁM 85/173 EF, SÁM 86/760 EF, SÁM 89/1950 EF, SÁM 89/1766 EF, SÁM 89/1778 EF, SÁM 89/1874 EF, SÁM 92/3130 EF, SÁM 92/3193 EF, SÁM 92/3216 EF.

 

Vísindavefurinn. Spurning: Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti? Svar: Sverrir Jakobsson. 2002.Vefslóð sótt þann 12.desember 2013: https://visindavefur.hi.is/svar.php?id=2122

Þjóðháttasafn Þjóðminjasafns (ÞÞ). Skrá 31, „Hátíðir og merkisdagar.“ Aukaspurningar um jólahald sem fylgir skrá 70, „Prentiðn og bókband.“

ÞÞ 3644, ÞÞ 3657, ÞÞ 3698, ÞÞ 3705, ÞÞ 3719, ÞÞ 3729, ÞÞ 3730, ÞÞ 3827, ÞÞ 3895,

ÞÞ 3912, ÞÞ 3913, ÞÞ 3946, ÞÞ 3956, ÞÞ 4065, ÞÞ 4081, ÞÞ 4184, ÞÞ 4292, ÞÞ 8932,

ÞÞ 8933, ÞÞ 8947, ÞÞ 8962, ÞÞ 9103, ÞÞ 9135, ÞÞ 9139, ÞÞ 9142, ÞÞ 9168, ÞÞ 9286,

ÞÞ 9368, ÞÞ 9380, ÞÞ 9789, ÞÞ 10626.

Senda athugasemd

Netfangið þitt mun ekki verða sýnilegt á síðunni.

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>